Aftur og enn Mafíósarnir frá Moskvu....

Ég hélt satt að segja að fréttir að þeim feðgum væru hættar að koma á óvart. En nei, nú vilja þeir fá niðurfellda skuld sína (um helming) hjá Kaupþingi, skuld vegna "kaupa" þeirra á Landsbankanum, svo þeir gætu komið Íslandi á kaldan klaka með fjármálabrjálæði sínu. Er enginn endir á vitleysunni?En það sorglegasta er ef rétt er - Kaupþing telur tilboð þeirra RAUNHÆFT...Þ.e að þeir greiði 3 milljarða af 6.

Bjöggarnir frá Moskvu...

Hvernig er það, ef einhver stofnar fyrirtæki og keyrir það í þrot og svíkur út peninga af fólki um leið, er sá hinn sami ekki ábyrgur fyrir sínu sukki. Nei, ekki á Íslandi, virðist vera. Ég krefst þess að eigendur "gamla" Landsbankans verði teknir og látnir svara fyrir Icesave. Ég og börnin mín viljum ekki borga þeirra skuldir.

Afhverju ganga þessir menn lausir???


Nú er fjandak... nóg komið.

Enn og aftur koma meint spillingamál hins frækna bæjarstjóra í Kópavogi inn í umræðuna. Ef fólki er alvara með að uppræta spillingu á hinu "nýja Íslandi" þá hljóta menn að láta rannsaka þetta mál. Og það strax. Ef rétt er að maðurinn hefur haft dóttur sína á launum frá skattgreiðendum og námsmönnum landsins hlýtur það að varða við lög? Ekki það, ég er löngu farin að spyrja...hvað varðar við lög á Íslandi???

"Nýja Ísland"???

Alveg var það makalaust að horfa á Borgarafundinn sem haldinn var á Ísafirði í gærkvöldi. Spurningin sem situr eftir í mínum huga er: Er þetta hið nýja Ísland sem koma skal. Þarna sátu karlar í öllum sætum. Mikið jafnrétti það. Svo var þetta nákvæmlega sama ruglið og venjulega undanfarin ár. "Sértækar aðgerðir" "Leita allra leiða" o.s.f. Ömurlegt. Vona að þetta fari skánandi með meiri umræðu. Hvað finnst öðrum sem horfðu á þessi ósköp?

Nú er fokið í flest skjól

Var að hugsa um að gefa vinstri grænum mitt atkvæði í apríl. En nú held ég að ég verði að endurskoða það ef Kolfinna Baldvinsdóttir verður þar á lista. Ekki það að ég fagna því að fá fleiri konur en er bara búin að fá upp í kok af þessum dekurdúkkum sem fæðst hafa með silfurskeið í munninum og vita ekkert um hvernig venjulegt fólk þarf að hafa fyrir lífinu. Mér hefur fundist þessi stúlka óvenju mikill "besservisser" og svo er hún svo mikill dóni, alltaf að grípa framm í fyrir sínum viðmælendum. Ekki meira af dekurbörnum á alþingi, þess vegna vil ég ekki heldur smástrákana Sigurð Kára, Bjarna Ben, Sigmund og fl... Hvað á kona eiginlega að kjósa?

Sviðin jörð eftir Bjöggana

Ég á góða vinkonu sem er tveggja barna einstæð móðir og öryrki eftir slys. Það þarf ekki að taka það fram að lífsbaráttan hefur verið hörð hjá henni. Hún varð fyrir því happi 2006 að ættingi sem var betur settur gaf henni bankabók í Landsbandanum með 3. milljónum króna. Svo fyrir um það bil ári var hringt í hana frá bankanum og lagt að henni að nýta sér aðra sparnaðarleið með betri vöxtum. ALVEG ÖRUGGA! Hún hafði keypt sér notaðan bíl fyrir hluta af peningunum en ákvað að slá til með restina. Hún missti stóran hluta af því í bankahruninu mikla. Hún missti líka hluta af þeirri öryggistilfinningu að hafa eitthvað í bakhöndinni.

Hvernig leið henni svo að sjá að Litli Bjöggi sé í hópi ríkustu manna Bretlands? Var það ekki nr. 29? Get ekki athugað það því fréttin er horfin af netinu??? Ég bara verð að viðurkenna það að ég skil ekki hvernig þessri menn komast upp með þetta. Á ekkert að gera? Nú eiga komandi kynslóðir að fara að borga reikninga þessara manna meðan þeir velta sér í vellystingum. Er ábyrgð þeirra sem keyra fyrirtæki í þrot og taka með sér eigur fólks enginn? Getur einhver svarað því?


Bónus og co.

Áramótaheitið mitt verður að ekki mun ég versla við þá Baugsfeðga framar. Alla vega ekki mér vitandi. En vandamálið er að þeir eiga í svo mörgum fyrirtækjum að erfitt getur reynst að forðast þá. Það sem ég verð alltaf svo steinhissa á er þegar fólk er að mæra þessa menn vegna þess að þeir hafi lækkað matvöruverð á klakanum. Halllló er ekki allt í lagi. Þeri fóru inn á markaðinn með lágt vöruverð en þegar þeir voru búnir að ná ráðandi markaðsstöðu var allt hækkað upp úr öllu valdi. Það þarf ekki að taka mig trúanlega, staðreyndir tala sínu máli. Við erum með hæsta matvöruverð í Evrópu, takk fyrir, 58% yfir meðaltali í allri álfunni og líklega hærra eftir síðustu hækkanir. Trúir fólk því virkilega enn að þeir séu með góðgerðastrarfsemi??? Þessir braskarar eiga stóran þátt í því hvernig komið er fyrir okkur í dag. Ég skora á sem flesta - hættið að versla við þá.

Drengurinn í FME

Hugsið ykkur bara. Hvernig er hægt að standa sig fyrir neðan allar hellur í vinnunni sinni og fá síðan að sitja áfram og eina sem gert er er að hækka laun þessa stráks. Fjármálaeftirlit... hvað þýðir það? Svari hver fyrir sig. Eru ekki fjármál okkar Íslendinga ein rjúkandi rúst og hver átti að hafa eftirlit með þeim? Burt með þennan strák - STRAX. Sama gildir um Seðlabankastjórann

« Fyrri síða

Um bloggið

Arndís Ósk Hauksdóttir

Höfundur

Arndís Ósk Hauksdóttir
Arndís Ósk Hauksdóttir
Ég er tveggja barna móðir, amma og prestur sem er annt um íslenskt samfélag. Rèttindi barna og dyra eru mèr hugleikin

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband