Finnur fjármálamógúll sveittur í sjónvarpinu.

Í fréttum var Finnur kúlulánþegi látinn svara fyrir lögbannsbeiðni Kaupþings. Athygli vakti að hann var með sveittan skallann. Skyldi vera farið að fara um hann? Vonandi.

Nú getum við gert eitthvað. Sýnum samstöðu. Lokum Kaupþingi!!!

Oft er þörf en nú er nauðsyn. Nýja Ísland?? arghh. Er það að sýna sig núna með gerðum Kaupþings og svo sýslumanns? (sem er vanhæfur vegna sona sinna). Fyrst lánar bankinn 10 glæponum fjórföld fjárlög Íslands og síðan kemur okkur sem eigum að borga það bara ekki við. Nei, nú er nóg komið. Nú verðum við að loka öllum okkar reikningum og fella þennan banka. Og Finn og sýslumann butr.
mbl.is Netverjar æfir yfir lögbanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er skíturinn farinn að leka út úr bönkunum.

Já, ljótt er það. "Nýja" Kaupþing telur að þetta komi okkur ekki við hvað aðhafst var í skjóli myrkurs í bankanum

Það er nefnilega það. Hvernig er með Finn bankastjóra? Var hann ekki einn af strákunum í fjármálaspillingunni undanfarin ár? Kannski vill hann ekki að þessi mál verði skoðuð:

Eitt er víst. Ef ekki verður farið að handtaka þessa skúrka verðum við aldrei meira tekin alvarlega á alþjóðlegum vettvangi.


Stóri bjöggi gjaldþrota???

Alveg er þetta stórkostlegt. Þessi maður (ásamt öðrum) er búinn að koma þessari þjóð á kaldan klaka. Svinda og stela. Nú er hann að leika leikrit til að sleppa við að borga skuldir sínar. Trúir einhver því að hann eigi ekki peninga í felum á einhverri eyju. Nei, nú á að fara að vorkenna honum. Hvað er að ykkur?? Sumt er bara þannig að það er ekki hægt að fyrirgefa það.
mbl.is Björgólfur gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar eru allir peningarnir sem fólk lagði inn á Icesave reikningana?

Hvernig er það, hefur ekkert verið athugað hvar allir peningarnir eru sem grunlausir Bretar og Hollendingar lögðu inn í Landsbankann. Hvað var gert við allt þetta fé sem bjöggaglæpamennirnir og bankastjórar þeirra plötuðu af fólki og kölluðu "tæra snilld". Er ekki ráð að reyna að endurheimta þetta fé áður en því er skellt á almenning hér að borga þetta fyrir þessa menn með blóði, svita og tárum um mörg ókomin ár. Ég man ekki eftir að að hafa heyrt um að þetta hafi verið rannsakað. Getur einhver fróð/ur maður eða kona frætt mig um þetta. Til dæmis skilst mér að bjöggaglæponarnir hafi greitt sér milljarða í arð. Afhverju er það ekki tekið til baka til að greiða upp í skuldir þeirra? Afhverju sitja þessir andsk.. ekki undir lás og slá ásamt sínum líkum?

Natalia Estemirova myrt. Mikil hugsjónakona.

Ég er afar hrygg í dag. Þessi merka kona hefur verið drepin eins og hún sagði sjálf fyrir um. Ég var með henni á ráðstefnu samtaka  sem nefnast "Women in Black" í Ísarael og Palestínu 2005. Mér er hún svo minnisstæð því hún var uppfull af eldmóði og réttlætiskennd. þá hrópaði hún á hjálp fyrir þjóð sína sem hún sagði að verið væri að murka lífið úr. Ennfremur sagði hún þá að héldi hún áfram andófi sínu yrði hún myrt. En hún hætti ekki. Blessuð sé minning Nataliu. Ég mun alltaf minnast þín.
mbl.is Samstarfskona Politkovskayu myrt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjar eru skuldir Jóns Ásgeirs á Íslandi?

Allt upp á borðið, sögðu þau Jóhanna og Steingrímur er þau voru að ásælast völdin. Er ekki tímabært að standa við stóru orðin. T.d. hvað skuldar Baugskappinn hér á Íslandi? Í bönkum (ríkisbönkum) og þá jafnvel í lífeyrissjóðum landsmanna? Upp á borðið með það. Bjarnarbófarnir fengu að gramsa í þeim, því þá ekki Baugurinn???

Mafíósarnir með klærnar í lífeyrissjóðum landsmanna.

Nú er það upplýst að Bjöggarnir létu greipar sópa í lífeyrissjóðum landsmanna. Hvar er ábyrgð hinna háttlaunuðu starfsmanna lífeyrissjóðanna núna? Á ekki að rannsaka vinnu þessara manna. Ég krefst þess eftir að hafa greitt í áratugi í lífeyrissjóð að þessir menn verði reknir og vinna þeirra skoðuð. Um siðferði bjögganna ætla ég ekki að hafa nein orð. Það er ekki hægt að ræða um það sem ekki er til.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Arndís Ósk Hauksdóttir

Höfundur

Arndís Ósk Hauksdóttir
Arndís Ósk Hauksdóttir
Ég er tveggja barna móðir, amma og prestur sem er annt um íslenskt samfélag. Rèttindi barna og dyra eru mèr hugleikin

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband