Barnavernd á Íslandi! Á villigötum?

Ég hafði lengi vel trú á kerfinu. Og hvað meina ég með kerfið? Jú, Ég trúði að yfirvöld og fagfólk sem vinnur við að gæta réttar fólks sem á í erfiðleikum ynni vel og faglega og hefði hag barna að leiðarljósi. Að réttur barna væri virtur. En um síðustu aldamót skall ég harkalega til jarðar. Ung frænka mín hafði verið svo ólánsöm að binda trúss sitt við illmenni. Hún átti með honum börn. Svo loksins, eftir margra ára ofbeldi gegn henni og börnunum herti hún upp hugann og flúði frá manninum með börnin. Hún taldi að hún yrði örugg í Kvennaathvarfinu meðan hún væri að greiða úr sínum málum. Var hún það? Nei, Barnastofa og lögmaður mannsins sameinuðust í því að sækja litlu börnin þangað og afhenda ofbeldismanninum. Afhverju? Jú, það var réttur hans. Um rétt barnanna var ekki hirt. Engu máli skipti að þó nýbúið væri að fella tugi dýra sem voru í umjá mannsins vegna illrar meðferðar. Kærur höfðu dunið á honum árum saman vegna dýramishöndlunar. Barnastofa taldi samt einsýnt að hann væri góður faðir. Engu máli skipti þó mikið af vitnisburðum um ofbeldi hans hefði verið lagt fram. Rétturinn var hans. Þegar hér var komið hófst baráttan við að ná börnunum burt frá ofbeldismanninum. Alls staðar var komið að lokuðum dyrum. Bragi, forstjóri Barnastofu, þekkti manninn og viðurkenndi fyrir mér (tveggja manna tal) að hann væri vissulega ekki neitt góðmenni. En, hann gat bara ekkert gert. Einu sinn fór ég með mömmunni til að afhenda börnin til mannsins. Úr umgengni frá henni. Það er nokkuð sem ég gleymi ekki. Eldra barnið skreið aftur í skott og faldi sig undir fatahrúgu. Yngra barnið sat stjörf, náföl og ísköld viðkomu. Svo voru þau leidd til hans eins lömb til slátrunar. Í dag myndi ég aldrei taka þátt í svona afhendingu. Hefði frekar flúið með þau úr landi. Vegna þess að við eigum að vernda börnin okkar, frá slæmri meðhöndlun. Og öll börn eru okkar börn. Afhverju tók ég svo þátt í þessum gjörningi? Kannski vegna þess að einhver hluti af mér trúði enn að börnin yrðu vernduð. Að það væri verið að vinna í því. Börnin fengu um síðir, eftir harða baráttu að flytja heim til sinnar góðu mömmu. En það var ekki kerfið sem gerði það. Það vorum við, ættingjar þeirra sem hjálpuðum þeim. Sem betur fer.

Núna 12 árum seinna hefur ekkert breyst. Þrjár litlar stúlkur eru rifnar úr faðmi móður sinnar af sérsveit lögreglunnar. Með hjálp Barnastofu. Með sama forstjóra. Ekki dugði minna en sjö lögreglubílar með fullfermi lögreglumanna til að taka þær með valdi og færa föður þeirra sem hefur sannanlega beitt móður þeirra, bróður og þær ofbeldi. Og afhverju segi ég sannanlega. Ég var vissulega ekki á staðnum. En ég hef séð, með eigin augum skýrslur frá lækni í Danmörku þar sem hann lýsir vaxandi ofbeldi föðurins gegn elstu stúlkunni. Lýsir áhyggjum sínum yfir því að ofbeldið verði sífellt grófara. Lýsir áhyggjum sínum yfir andlegu ástandi barnanna. Og biður um að hann fái að fylgjast með framvindu mála. Og ég hef séð myndir af áverkum á barninu. Eitt veit ég um vinnu lækna eftir að hafa starfað við hlið þeirra mest af minni starfsævi að þeir láta ekki fara frá sér svona skýrslur nema þeir séu vissir í sinni sök. Annars geta þeir lent í slæmum málum.
Einnig hef ég lesið ítarlegar skýrslur tveggja barnasálfræðinga þar sem í ljós kemur að allar stúlkurnar hafa mjög góð og jákvæð tengsl við móður og óska þess um fram allt að fá að vera hjá henni. Aftur á móti eru öll tengsl við föður neikvæð og þær eru hræddar við hann. Vilja ekki vera hjá honum. Nú gæti einhver talið að möguleiki væri á að móðirin gæti hafa lagt þeim orð í munn. En aðferðir þær sem notaðar eru við rannsókn á vilja og tilfinningum barna koma í veg fyrir að það sé hægt.Það er að segja sé þær unnar af vandvirkni og góður tími gefinn til þess. Þessar skýrslur voru vel unnar og nægur tími tekinn til þeirra. Síðan kom þriðji sálfræðingurinn og talaði við þær í 20. mínútur og komst hann að annari niðurstöðu. Tuttugu mínútur! Hvílík vinnubrögð. En á hans framburði var tekið meira mark á. Afhverju? Það er spurning sem ég get ekki svarað.
Afhverju var ekki tekin af þeim skýrsla í Barnahúsi? Skrautfjöður Braga forstjóra. Sem hann ferðaðist alla leið til Jórdaníu hér um árið til að kynna sem feikilega góðan kost er gæta ætti hagsmuna og réttinda barna. Jú, vegna þess að faðirinn vildi það ekki. Skrítið, svona góður faðir að áliti stjórnvalda og Braga. Aftur var réttur barnanna hafður að engu. Bróðir stúlknanna hefur sagt frá miklu og grófu ofbeldi gegn sér. Er hlustað á hann? Nei.
Eftir að stúlkurnar voru rifnar af móður sinni af sérsveitinni eins og gert er við hættulega glæpamenn voru þær settar í fóstur til ókunnugra í tvo sólarhringa. Er hægt að ímynda sér hvað hefur hrærst í sálum lítilla barna sem svona er komið fram við? Faðirinn kom ekki til að taka þær fyrr en þá. Og fékk hjálp stjórnvalda til að fara með þær úr landi. Án vegabréfa. Nú, má það? Stjúpfaðir var nokkrum dögum seinna kyrrsettur vegna þess að hann hafði ekki vegabréf fyrir stjúpbörn sín. Þó hann væri að ferðast með þau með samþykki móður þeirra og þeirra sjálfra.
Móðir stúlknanna hefur forræði yfir þeim ásamt manninum. En hún veit ekki hvar þær eru, hún veit ekki hvernig þeim líður og enginn er að fylgjast með þeim. Náðasamlegast hefur faðirinn â€Å¾leyft“ henni að tala við stúlkurnar nokkrum sinnum á netinu. En hann situr yfir þeim og hún fær ekki að sjá þær í mynd. Hún hefur greinilega engan rétt. Hvorki hún né börnin.
Og hvernig eru svo vinnubrögð yfirvalda. Ég ætla ekki að tjá mig um sýslumanninn á Höfn. Það verða aðrir að gera. En velferðarráðherra, yfirmaður barnaverndarmála á Íslandi. Hann brást. Og hann getur ekkert gert, segir hann. Hann hefur lokið aðkomu sinni að málinu. Lögin segja að stúlkurnar eigi að vera hjá föður, segir hann. Hann ætlar ekki að hætta sinni stöðu fyrir þessi börn. (hans eigin orð). Hvaða lög eru það sem segja að börn eigi að vera í höndum ofbeldismanns? Ef þau eru til þarf að breyta þeim hið snarasta.
En til eru önnur lög sem segja:
Í 28. grein. Barnaverndarlaga:
Forsjá barns felur í sér skyldur foreldra til að vernda barn sitt gegn andlegu og líkamlegu ofbeldi og annarri vanvirðandi háttsemi.
Þessum lögum var móðirin að framfylgja eins og henni bar.

Lítum svo á aðra leikara í þessum farsa. Utanríkisráðherra hefur fengið fjölda beiðna frá aðstandendum stúlknanna og þau hafa beðið um hjálp. Hver eru svo svör hans: Engin. Hefur aldrei svarað. Sennilega önnum kafin við að gæta réttinda erlendra mann og kvenna. Sem er gott. En ekki er gott ad gleyma Ìslendingum alveg. En kannski er hann bara sofandi.
Barnavernd Kópavogs þarf einnig að athuga sinn gang. Þar var lofað að börnin yrðu ekki tekin ef þeim væri það erfitt. Stúlkurnar héldu sér í dyrastafi til að reyna að sleppa eftir að þær voru rifnar úr faðmi móður sinnar meðan stór og stæðilegur lögreglumaður hélt henni niðri. Og hvar var fulltrúi barnaverndar Kópavogs þá? Hann mætti ekki á staðinn.
Það er hrollvekjandi að verða enn og aftur vitni að svona hræðilegum vinnubrögðum barnaverndaryfirvalda og stjórnvalda. Og að hluta til er þetta sama fólkið. Forstjóri Barnastofu og núverandi félagsmálastjóri Kópavogsbæjar (sem er yfirmaður barnaverndar þar) eru enn og aftur að brjóta á réttindum barna.
Er þetta ásættanlegt? Ætlum við Íslandingar að líða svona hrottaskap gangvart þrem litlum stúlkum? Litlum Íslenskum ríkisborgurum. Eða ætlum við að krefjast þess að þessi mistök verði leiðrétt og réttur og óskir barnanna til búsetu verði virtur?
Í Barnasáttmála SÞ stendur: (Sem Íslendingar undirrituðu árið 1992).
12. grein
Aðildarríki skulu tryggja barni sem myndað getur frjálslega eigin skoðanir rétt til að láta þær í ljós í öllum málum sem það varða og skal tekið réttmætt tillit til skoðana þess í samræmi við aldur þess og þroska.

19. grein
Aðildarríki skulu gera allar viðeigandi ráðstafanir á sviði löggjafar, stjórnsýslu, félags og menntunarmála til að vernda barn gegn hvers kyns líkamlegu og andlegu ofbeldi, meiðingum, misnotkun, vanrækslu, skeytingarleysi, illri meðferð eða notkun, þar á meðal kynferðislegri misnotkun, meðan það er í umsjá annars eða beggja foreldra.

Eru þetta bara fögur orð eða hvað? Hvorug þessara greina var virt eða farið eftir í máli þessara litlu stúlkna.
Að síðustu (í bili). Það eina sem mér er umhugað um að vilji og réttur barnanna sé virtur og farið eftir því. Satt að segja gef ég miklu minna fyrir rétt foreldranna. Börn eru ekki hlutir eða eign þeirra heldur sjálfstæðir einstaklingar með sinn vilja og langanir. En það er okkar allra stuðla að og leyfa þeim að njóta sín og alast upp við gott atlæti. Börnin eru það dýrmætasta í öllum þjóðfélögum. Og þau eru börn okkar allra.

Arndís Hauksdóttir.hjukrunarfr og nu sóknarprestur hjá Norsku kirkjunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður Rafnsdóttir

Flott grein hjá þér Arndís...Þetta er sárara og þyngra en tárum taki og þessi ótrúlega mannvonska veldur mér miklum áhyggjum.

Það er ljóst að skipta þarf út yfirstjórn barnaverndar og það strax....Einnig þarf fólk í vinnu á Alþingi sem lætur sig æskuna varða og þorir að berjast fyrir réttindum þeirra....

Ég lýsi eftir fólki með kjark og þor sem lætur sig varða málefni barna....Þannig fólk vil ég kjósa á Alþingi...Það er engin þar núna sem myndi fá mitt atkvæði...

Kveðja frá mér

Ragnheiður Rafnsdóttir, 21.8.2012 kl. 12:07

2 identicon

Góð grein um sorglegt mál. Mér er spurn: er ekki nokkur einasti maður þarna úti sem getur gert það sem þarf að gera?

Guðlaug Hestnes (IP-tala skráð) 21.8.2012 kl. 12:25

3 identicon

Þakka þér fyri þessa grein Arndís. Ég segi eins og Ragnheiður: Lýst er eftir fólki sem hefur kjark og getu til að sjá um málefni barna, með þarfir þeirra að leiðarljósi.

Nanna Svansdóttir (IP-tala skráð) 21.8.2012 kl. 13:54

4 identicon

Góð grein og væri óskandi að þeir sem ráða þessum málaflokki færu nú að vakna. Ég er að velta fyrir mér hver þessi "eini" sálfræðingur er. Gekk nefnilega í gegnum nákvæmlega svona sálfræðinga-pakka, þar sem félagsráðgjafi var tvívegis búinn að gefa mjög faglega skýrslu sem var talin "ónothæf" og viðkomandi var látinn hætta með málið. Þá var fenginn "virtur" sálfræðingur sem beinlínis reyndi að múta mér til "hlýðni", en skeytti lítið um velferð barnsins.

Sorglegt hvernig komið er fyrir þessum málaflokki í velferðarríkinu Íslandi.

Gunnhildur Elíasdóttir (IP-tala skráð) 21.8.2012 kl. 14:50

5 identicon

Sæl Gunnhildur. 20. mín. sálfræðingurinn heitir Gunnar Hrafn Birgisson

Arndis Hauksdottir (IP-tala skráð) 21.8.2012 kl. 15:06

6 identicon

Það þarf að taka allt kerfið í geng - frá a til ö - það er bara ekkert í því sem virkar - hvork verndun bara við feður sem sannarlega eru góðir menn eða verndun fyrir ofbeldi frá föður eða móður - og þangað til...að allt kerfið verður tekið í geng OG fólk - starfsmenn VERÐI að taka ábyrgð á sínum málum - þá gerist ekkert.

Það er helsti gallin allstaðar - það er ekki nein ábyrgð á neinu í Íslensku kerfi...

Berglind (IP-tala skráð) 21.8.2012 kl. 19:24

7 identicon

Þekki persónulega "grandalausa" foreldra sem báðu barnavernd um aðstoð vegna vanda 13 ára dóttur í þeirri trú að þau fengju hjálp, en barnaverndarnefnd virtist ekki hafa neinn sérstakan áhuga á þessu máli.  Getur skýringin verið sú að þarna var ekki til að dreifa vanhæfu/m foreldri/um, heldur þvert á móti? Nei, ég bara spyr :(

Elfa Þorleifsdóttir (IP-tala skráð) 22.8.2012 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arndís Ósk Hauksdóttir

Höfundur

Arndís Ósk Hauksdóttir
Arndís Ósk Hauksdóttir
Ég er tveggja barna móðir, amma og prestur sem er annt um íslenskt samfélag. Rèttindi barna og dyra eru mèr hugleikin

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband