Sviðin jörð eftir Bjöggana

Ég á góða vinkonu sem er tveggja barna einstæð móðir og öryrki eftir slys. Það þarf ekki að taka það fram að lífsbaráttan hefur verið hörð hjá henni. Hún varð fyrir því happi 2006 að ættingi sem var betur settur gaf henni bankabók í Landsbandanum með 3. milljónum króna. Svo fyrir um það bil ári var hringt í hana frá bankanum og lagt að henni að nýta sér aðra sparnaðarleið með betri vöxtum. ALVEG ÖRUGGA! Hún hafði keypt sér notaðan bíl fyrir hluta af peningunum en ákvað að slá til með restina. Hún missti stóran hluta af því í bankahruninu mikla. Hún missti líka hluta af þeirri öryggistilfinningu að hafa eitthvað í bakhöndinni.

Hvernig leið henni svo að sjá að Litli Bjöggi sé í hópi ríkustu manna Bretlands? Var það ekki nr. 29? Get ekki athugað það því fréttin er horfin af netinu??? Ég bara verð að viðurkenna það að ég skil ekki hvernig þessri menn komast upp með þetta. Á ekkert að gera? Nú eiga komandi kynslóðir að fara að borga reikninga þessara manna meðan þeir velta sér í vellystingum. Er ábyrgð þeirra sem keyra fyrirtæki í þrot og taka með sér eigur fólks enginn? Getur einhver svarað því?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir stálu um 35 % af eftirlaununum sem ég hefði getað farið að nota nú um áramót og ætlaði að greiða íbúðarlán með .

Kristín (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 10:42

2 Smámynd: Arndís Ósk Hauksdóttir

Það er þetta sem er að ske. Hvað ætlar stjórn þessa lands að gera í þessum málum. Ég skil ekki hvernig þessir menn geta verið hér á landinu skellihlæjandi í veislum og slúðurblöðum. Afhverju eru þeir ekki sóttir til saka og eigur þeirra frystar?

Arndís Ósk Hauksdóttir, 9.1.2009 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arndís Ósk Hauksdóttir

Höfundur

Arndís Ósk Hauksdóttir
Arndís Ósk Hauksdóttir
Ég er tveggja barna móðir, amma og prestur sem er annt um íslenskt samfélag. Rèttindi barna og dyra eru mèr hugleikin

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband