Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
1.7.2009 | 09:54
Bjöggarnir frá Moskvu...
Hvernig er það, ef einhver stofnar fyrirtæki og keyrir það í þrot og svíkur út peninga af fólki um leið, er sá hinn sami ekki ábyrgur fyrir sínu sukki. Nei, ekki á Íslandi, virðist vera. Ég krefst þess að eigendur "gamla" Landsbankans verði teknir og látnir svara fyrir Icesave. Ég og börnin mín viljum ekki borga þeirra skuldir.
Afhverju ganga þessir menn lausir???
19.5.2009 | 23:54
Nú er fjandak... nóg komið.
7.4.2009 | 09:44
"Nýja Ísland"???
1.3.2009 | 16:36
Nú er fokið í flest skjól
9.1.2009 | 10:29
Sviðin jörð eftir Bjöggana
Ég á góða vinkonu sem er tveggja barna einstæð móðir og öryrki eftir slys. Það þarf ekki að taka það fram að lífsbaráttan hefur verið hörð hjá henni. Hún varð fyrir því happi 2006 að ættingi sem var betur settur gaf henni bankabók í Landsbandanum með 3. milljónum króna. Svo fyrir um það bil ári var hringt í hana frá bankanum og lagt að henni að nýta sér aðra sparnaðarleið með betri vöxtum. ALVEG ÖRUGGA! Hún hafði keypt sér notaðan bíl fyrir hluta af peningunum en ákvað að slá til með restina. Hún missti stóran hluta af því í bankahruninu mikla. Hún missti líka hluta af þeirri öryggistilfinningu að hafa eitthvað í bakhöndinni.
Hvernig leið henni svo að sjá að Litli Bjöggi sé í hópi ríkustu manna Bretlands? Var það ekki nr. 29? Get ekki athugað það því fréttin er horfin af netinu??? Ég bara verð að viðurkenna það að ég skil ekki hvernig þessri menn komast upp með þetta. Á ekkert að gera? Nú eiga komandi kynslóðir að fara að borga reikninga þessara manna meðan þeir velta sér í vellystingum. Er ábyrgð þeirra sem keyra fyrirtæki í þrot og taka með sér eigur fólks enginn? Getur einhver svarað því?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.12.2008 | 13:26
Bónus og co.
19.12.2008 | 09:57
Drengurinn í FME
Um bloggið
Arndís Ósk Hauksdóttir
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar