18.7.2009 | 20:15
Hvar eru allir peningarnir sem fólk lagði inn á Icesave reikningana?
Hvernig er það, hefur ekkert verið athugað hvar allir peningarnir eru sem grunlausir Bretar og Hollendingar lögðu inn í Landsbankann. Hvað var gert við allt þetta fé sem bjöggaglæpamennirnir og bankastjórar þeirra plötuðu af fólki og kölluðu "tæra snilld". Er ekki ráð að reyna að endurheimta þetta fé áður en því er skellt á almenning hér að borga þetta fyrir þessa menn með blóði, svita og tárum um mörg ókomin ár. Ég man ekki eftir að að hafa heyrt um að þetta hafi verið rannsakað. Getur einhver fróð/ur maður eða kona frætt mig um þetta. Til dæmis skilst mér að bjöggaglæponarnir hafi greitt sér milljarða í arð. Afhverju er það ekki tekið til baka til að greiða upp í skuldir þeirra? Afhverju sitja þessir andsk.. ekki undir lás og slá ásamt sínum líkum?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Arndís Ósk Hauksdóttir
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessir peningar, fóru í þá hít sem Landsbankinn var orðinn.
Í raun og veru, hefur bankinn verið tæknilega nærri því gjaldþrota, þegar kom að því að stofnað var til þessara reikninga.
Ég held ekki að þeim hafi beint verið stolið, heldur er eins og LB hafi verið orðinn að einhvers konar fjármagnslegu svartholi.
Þeir voru búnir, að kaupa í svo mörgum fyrirtækjum, á allt of háum verðum - þau hlutabéf voru farin að falla í verði, þá þegar. Einnig, voru fyrirtæki farin, að rúlla sem þeir höfðu lánað til.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 18.7.2009 kl. 22:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.