22.12.2008 | 13:26
Bónus og co.
Áramótaheitið mitt verður að ekki mun ég versla við þá Baugsfeðga framar. Alla vega ekki mér vitandi. En vandamálið er að þeir eiga í svo mörgum fyrirtækjum að erfitt getur reynst að forðast þá. Það sem ég verð alltaf svo steinhissa á er þegar fólk er að mæra þessa menn vegna þess að þeir hafi lækkað matvöruverð á klakanum. Halllló er ekki allt í lagi. Þeri fóru inn á markaðinn með lágt vöruverð en þegar þeir voru búnir að ná ráðandi markaðsstöðu var allt hækkað upp úr öllu valdi. Það þarf ekki að taka mig trúanlega, staðreyndir tala sínu máli. Við erum með hæsta matvöruverð í Evrópu, takk fyrir, 58% yfir meðaltali í allri álfunni og líklega hærra eftir síðustu hækkanir. Trúir fólk því virkilega enn að þeir séu með góðgerðastrarfsemi??? Þessir braskarar eiga stóran þátt í því hvernig komið er fyrir okkur í dag. Ég skora á sem flesta - hættið að versla við þá.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Arndís Ósk Hauksdóttir
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.