24.11.2012 | 11:35
Hvar eru dætur Hjördísar Svan?
Ég hef nú í rúma 4. mánuði kynnt mér mál lítilla stúlkna sem fluttar voru með lögregluvaldi úr landi. Og því betur sem ég kynni mér málið skil ég minna og minna í því hvernig svona nokkuð getur viðgengist. Fyrir liggja (og ég hef lesið þessar skýrslur) vottorð um andlegt og líkamlegt ofbeldi, ítarlegar skýrslur barnasálfræðinga sem styðja grun um ofbeldi og gefa ítarlega til kynna vilja barnanna um hvar þær vilja búa. Ég hef í tvígang séð myndir af áverkum á börnunum. Og ekkert er gert, jú, auðvitað, meintum ofbeldismanni hefur verið dæmt fullt forræði. Reyndar er málið í áfrýjun en á meðan hafa foreldrarnir sameiginlegt forræði. En móðirin fær ekki að hitta börnin?? Fékk að hitta þær í flugumynd í skóla og leikskóla en faðirinn tók fyrir það og kemst upp með það. Það er ljóst (fyrir hvern þann sem vill kanna það) að barnaverndurnarmál í Danmörku eru í miklum ólestri. Þar er dönsku foreldri nánast alltaf dæmt forræði og skiptir ekki máli um hæfi. Mörgum Dönum er sjálfum farið að ofbjóða og krefjast þeir úrbóta með hag barna í huga. Hér í Noregi er verið að taka til í þessum málum eftir voveilegan dauða þriggja barna innan veggja heimilanna. Og hér er stranglega bannað að sækja börn með lögregluvaldi.
Ég hef skrifað til þriggja ráðherra, Ögmundar, Össurar og Guðbjarts og beðið um að ég fái hjálp við að reyna að hjálpa stelpunum. Enginn þeirra hefur svarað. Í minni sveit þótti það sjálfsögð kurteisi að svara fólki. Erum greinilega ekki úr sömu sveit. Ég hitti Guðbjart Hannesson í júlí, rétt eftir að stelpurnar voru fluttar úr landi með aðstoð yfirvalda og lögreglu. Ég vil gjarna segja frá nokkrum atriðum sem fram komu á þeim fundi. Ráðherra taldi að faðirinn væri etv. hæfari þar sem hann hefði meiri menntun. Ha, eru ofbeldismenn bara ómenntaðir menn? Hann virtist ekki vita að til væri heimilisofbeldi. Já, sjálfur velferðarráðherrann? Hann sagðist ekki ætla að hætta sinni stöðu fyrir „þessi börn“. Ja svei. Hann spurði afhverju ég færi ekki til Danmerkur og hjálpaði þessum börnum. Ég hef sennilega ekki skilið að þetta var kaldæðni, það sem mér finnst háalvarlegt að börn séu jafnvel í höndum ofbeldismanns. Nú vil ég beina þeirri spurningu til allra þeirra sem komu að þessu máli/mannréttindabroti á þessum börnum. Þessa þrjá herramenn, Braga, forstjóra Barnastofu, sýslumenn í Kópavogi og Höfn, Barnavernd Kópavogs. (Kannski er einhver úr minni sveit)
Ef rökstuddur grunur leikur á að barn/börn séu beitt andlegu/líkamlegu/kynferðislegu ofbeldi, er ekki skylda ykkar að rannsaka gaumgæfilega hvort svo sé og þá aðstoða þau börn sem við slíkt búa að komast í öruggt umhverfi? Og eiga börn ekki að njóta vafans? Svör óskast.
Að lokum (í bili) Fólk hefur komið að máli við mig og spurt mig afhverju ég sé að skipta mér af forræðisdeilu. Og með réttu, ég er ekki að því. En ég skipti mér af því ef ég tel að lítil börn eigi bágt og séu beitt ofbeldi. Ég er ekki að hugsa um rétt foreldranna heldur barnanna. Og því hef ég gert mál dætra Hjördísar að mínu. Hvar eru stelpurnar? Faðirinn hefur nú víst flutt í aðra kommúnu í Danmörku með þær sem ekki er óalgengt hjá þeim sem hafa eitthvað að fela.
Við yfirlestur dómsins sem felur þessum manni yfirráð yfir börnunum er ekki annað að sjá en að hann falli á þann veg vegna:
1. Íslensk stjórnvöld sendu börnin til Danmerkur
2. Faðirinn heldur fram að aðeins ef hann fái forræðið muni börnin njóta beggja foreldra. Hann hefur nú haft börnin frá 1. júlí og gætir þess vandlega að börnin fái ekki að hitta móður sína.
3. Að móðirin hafi farið með börnin til Íslands og hann hafi ekki vitað hvar þær voru og þess vegna ekki haft samband við þær. Þessu er kannski hægt að halda fram í Danmörku, en allir sem þekkja til á Íslandi vita betur. Hann hafði búið á Höfn sjálfur og vissi að enginn vandi var að hafa upp á þeim ef áhugi var fyrir hendi.
4. Ofbeldi gagnvart börnunum var ekki kannað hvorki á Íslandi né Danmörku, þrátt fyrir skýrslur og myndir þar um.
Eru þetta viðunandi vinnubrögð?
Arndís Hauksdóttur
Sóknarprestur hjá Norsku kirkjunni
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Arndís Ósk Hauksdóttir
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvernig væri að þú myndir nú fá að birta til dæmis þessar skýrslur þar sem fram kemur staðfesting að því ofbeldi sem faðir barnanna er sagður hafa beitt þeim. Ef mig minnir rétt var hann einnig sagður hafa fengið dóm vegna ofbeldisbrota. Ég hef reyndar séð þessar myndir sem um er rætt, þar koma myndir af marblettum og slíkt en það segir mér ekkert endilega að þeir hafi verið til komnir vegna ofbeldis föðurs. Ég skora á þig Arndís að birta skýrslurnar sem og þá dóma sem hann á að hafa hlotið fyrir ofbeldisbrot svo þessi einhliða málflutningur fái nú einhvern trúverðugleika. Það er ekki einungis hægt að reiða sig á frásagnir endalaust af hendi aðeins annars aðilans.
Helgi Bjarnason (IP-tala skráð) 24.11.2012 kl. 13:54
Já hvernig dettur sóknarpresti í hug ad segja frá skýrslum og myndum sem hún hefur séd án thess ad bera thær undir heilagann Helga Bjarnason? Eru skýrslur og myndir um ofbeldi gagnvart börnum nokkurs virdi fyrr en hann hefur séd rannsakad og blessad ad thad verdi tekid gilt? Thad á líka ad segja sig sjálft ad thar sem ad pabbinn thegir thá er hann audvitad blásaklaus, fólk sem hefur eitthvad ad fela thegir nefnilega aldrei eda hvad? Thetta er nú ekki eingöngu sóknarprestinum ad kenna, ég hef líka séd sumar skýrslurnar, sorrí Helgi. Thad skiptir bara engu máli hvort thú (Helgi) fáir ad sjá skýrslurnar og myndirnar, thad sem skiptir máli er ad dómarar fái ad sjá thær enda er ordid einstaklega ógedfellt ad vid hvert tækifæri í thessu máli sé fólk út um allann bæ ad heimta ad sjá myndir af börnum sem hafa verid lamin, fáid thid eitthvad kick út úr svoleidis efnisvali?
Sigrún Gudfinna Björnsdóttir-Ninna (IP-tala skráð) 24.11.2012 kl. 21:32
En hvað með dómana sem nefndir hafa verið. Hvers vegna finnast þeir ekki þrátt fyrir að maður leiti mjög ítarlega að þeim? Ég studdi baráttu Hjördísar í upphafi en verð því miður að segja að nú fer ég að verða frekar efins.
Helgi Bjarnason (IP-tala skráð) 24.11.2012 kl. 22:55
Helgi endilega hringdu í mig ég er amma barnanna s 6973112 kveðja Aðalheiður
Aðalheiður (IP-tala skráð) 24.11.2012 kl. 23:36
Thú meinar dómana thar sem neitad var ad taka tillit til theirra skýrslna og mynda sem Arndís nefnir? Thad finnst ekkert í dómsskjölum um skýrslur og myndir sem ekki var leyft ad nota og thad er nú thad sem fer sem mest fyrir brjóstid á mér persónulega. Lagalega eiga börnin alltaf ad njóta vafans og thess vegna er gjörsamlega óskiljanlegt í mínum huga ad svona sé ekki tekid fyrir fyrir rétti, barnanna vegna. Thetta snýst alltaf allt um mömmuna á móti pabbanum og öfugt bædi á íslandi og í danmörk, thetta á ad snúast um ad vernda börnin
Sigrún Gudfinna Björnsdóttir-Ninna (IP-tala skráð) 24.11.2012 kl. 23:43
Það þarf nú ekki mjög vel lesna manneskju til að sjá að ofbeldi gegn börnum er í miklum ólestri í Danmörku....Það þarf ekki annað en að opna dagblað þá eru fréttir af slíkum óhugnaði...
Þessi börn sem um ræðir hafa því miður lent í röð mistaka, það sem hefur verið unnið fyrir þau er illa unnið og mistökin of mörg...Ég get vel skilið að fólk efist en því miður er þetta svona, sorgleg staðreynd ömurlegt að lenda í.....Í svona máli stendur engin að gamni sínu né af illkvittni.....
En börnunum verður að bjarga og við sem vitum allt um málið, höfum séð meint ofbeldi efumst ekki og höldum áfram þangað til börnunum verður bjargað....Svo einfalt er það nú bara enda gefst ekkert gott foreldri upp á börnunum sínum frekar en að auðvitað beitir ekkert gott foreldri börnin sín ofbeldi....
Hins vegar má segja að það sé til marks um gott foreldri þegar allt er gert til að bjarga börnunum eins og í þessu tilfelli......En þeir sem efast ættu að hugsa um börnin og þeirra hörmulegu aðstæður....Við sem að þeim stöndum myndum aldrei leggja í þetta ef við værum ekki 100% viss um hvernig málin standa og þekktum ekki meintan ofbeldsmann....
En þess skal einnig getið að heimilisofbeldi þrífst þegar fólk trúir ekki fórnarlömbunum og neitar að taka þátt í að hjálpa þeim.......Takk fyrir stuðninginn og hlýjuna Arndís og takk Sigrún Guðfinna fyrir góðmennsku og kjark...
Það hefur reyndar aldrei staðið á því að veita fólki upplýsingar um málið svo frekar en að veltast í vafa er um að gera að hafa bara samband við okkur og fá að sjá skjöl sem sanna meint ofbeldi..
Ragnheiður Rafnsdóttir, 25.11.2012 kl. 13:37
Flott grein og það koma alltaf fram tár við að hugsa til þessara litlu telpna í þessum ömurlegu aðstæðum, og sjá það að það virðirst ekki skipta þá máli sem ráða og sísla með þessi málefni og athugað kjör þeirra þarna úti. Vonandi vaknar einhver ,,háttsettur,, og vinnur í þessu máli með hagsmundi telpnana að leiðarljósi. Það væri óskandi að það gerðist sem fyrst svo að skaðinn verði ekki enn meiri, en hann er nógur samt. Það mun ekki hjálpa þeim eftir 30 ár að fá miskabætur frá ríkinu einsog virðist vera orðin venja þegar mál koma upp um slæma meðferð barna sem vistuð voru á heimillum á vegum ríksisns. Baráttukveðjur til fjölskyldunnar ekki gefast upp. <3
Nína Midjord Erlendsdóttir (IP-tala skráð) 25.11.2012 kl. 16:03
Mér finnst þetta virkilega góð grein Arndís og ég er að velta fyrir mér hvort þú getir ekki komið henni og umfjöllun um málið í fjölmiðla, t.d. í Noregi. Það er vitað mál að ef fjallað er um svona mál í erlendum fjölmiðlum, þá koma viðbrögð úr heimalamdinu. Nú eru að koma jól og tíminn tilvalinn, fólk vill láta gott af sér leiða. Séð og heyrt í Noregi eða svipuð blöð eru/voru gjarnan með einhver svona mál sem þeir svo fylgdu eftir. Veit ekki hvernig blaða málum er hátta í Noregi í dag. Svona frásögn selur því flestir láta sér málefni og velferð barna skipta.
Með von í hjarta um bestu útkomuna
Jóna Imsland (IP-tala skráð) 26.11.2012 kl. 14:55
Er nokkur vafi um ofbeldi eftir aðför lögreglu þegar börnin voru numin á brott ? Grein Arndísar er mjög góð og mætti svo gjarnan fara víðar til að vekja okkur almennilega til umhugsunar um velferð íslenskra barna hvar sem þau eru stödd í heiminum.
Egvania (IP-tala skráð) 26.11.2012 kl. 22:44
Þú getur gleymt því að kerfisruslið hérna heima sé að fara að gera eitthvað í ofbeldi gegn börnum og aðför lögreglu. Það vita nú flestir hvernig málum hefur verið háttað varðandi þöggun á ofbeldi gegn krökkum í gegnum tíðina, í kirkjustofnunum og hinum og þessum stofnunum á vegum hins opinbera. Við vitum hvernig málum er háttað á Selfossi, en enginn missir vinnuna þar. Við vitum að Stefán Eiríks og aðrir yfirmenn lögreglunnar reka ekki menn þótt 10 ára barn hafi vitnað gegn þeim varðandi nauðgun og hótanir um að halda kjafti eða.... og enginn segir neitt eða gerir neitt, þetta kemst ekki einu sinni í fréttirnar, nema kannski DV. Hvað haldið þið að þetta drullupakk sé að fara að skipta sér af barnavernd og mannréttindum?? Kerfið er svo illa rotið.
Hæstvirtur ráðherra þorði ekki að gera neitt vegna þess að hann vildi ekki hætta starfinu...hvaða fólk er það sem hann óttast að muni hrekja hann frá störfum fyrir að hjálpa þessum krökkum? HMMM??
Það verður að vekja athygli á þessu máli í löndunum í kringum okkur í gegnum jaðarmiðla á netinu, líklegast eini sénsinn að gera þetta pakk hérna heima frægt. GlobaResearch, Red Ice Creations, Infowars/Alex Jones, jafnvel David Icke, hann hefur verið duglegur við að vekja athygli á því gríðalega vandamáli sem barnaníð er á "hærri" stigum samfélagsins, vakti t.d. athygli á Saville barnaníðing fyrir mörgum árum, sem varð nýlega frægur í Bretlandi. Líka spurning um að finna jaðarmiðla og bloggara á Norðurlöndunum, því miður þá þekki ég þá flóru ekki, fyrir utan Red Ice Creations.
Kannski getur einhver lesandi bent þér á góða tengla/bloggara og jaðarmiðla?
símon (IP-tala skráð) 27.11.2012 kl. 20:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.