Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
24.11.2012 | 11:35
Hvar eru dætur Hjördísar Svan?
Ég hef nú í rúma 4. mánuði kynnt mér mál lítilla stúlkna sem fluttar voru með lögregluvaldi úr landi. Og því betur sem ég kynni mér málið skil ég minna og minna í því hvernig svona nokkuð getur viðgengist. Fyrir liggja (og ég hef lesið þessar skýrslur) vottorð um andlegt og líkamlegt ofbeldi, ítarlegar skýrslur barnasálfræðinga sem styðja grun um ofbeldi og gefa ítarlega til kynna vilja barnanna um hvar þær vilja búa. Ég hef í tvígang séð myndir af áverkum á börnunum. Og ekkert er gert, jú, auðvitað, meintum ofbeldismanni hefur verið dæmt fullt forræði. Reyndar er málið í áfrýjun en á meðan hafa foreldrarnir sameiginlegt forræði. En móðirin fær ekki að hitta börnin?? Fékk að hitta þær í flugumynd í skóla og leikskóla en faðirinn tók fyrir það og kemst upp með það. Það er ljóst (fyrir hvern þann sem vill kanna það) að barnaverndurnarmál í Danmörku eru í miklum ólestri. Þar er dönsku foreldri nánast alltaf dæmt forræði og skiptir ekki máli um hæfi. Mörgum Dönum er sjálfum farið að ofbjóða og krefjast þeir úrbóta með hag barna í huga. Hér í Noregi er verið að taka til í þessum málum eftir voveilegan dauða þriggja barna innan veggja heimilanna. Og hér er stranglega bannað að sækja börn með lögregluvaldi.
Ég hef skrifað til þriggja ráðherra, Ögmundar, Össurar og Guðbjarts og beðið um að ég fái hjálp við að reyna að hjálpa stelpunum. Enginn þeirra hefur svarað. Í minni sveit þótti það sjálfsögð kurteisi að svara fólki. Erum greinilega ekki úr sömu sveit. Ég hitti Guðbjart Hannesson í júlí, rétt eftir að stelpurnar voru fluttar úr landi með aðstoð yfirvalda og lögreglu. Ég vil gjarna segja frá nokkrum atriðum sem fram komu á þeim fundi. Ráðherra taldi að faðirinn væri etv. hæfari þar sem hann hefði meiri menntun. Ha, eru ofbeldismenn bara ómenntaðir menn? Hann virtist ekki vita að til væri heimilisofbeldi. Já, sjálfur velferðarráðherrann? Hann sagðist ekki ætla að hætta sinni stöðu fyrir „þessi börn“. Ja svei. Hann spurði afhverju ég færi ekki til Danmerkur og hjálpaði þessum börnum. Ég hef sennilega ekki skilið að þetta var kaldæðni, það sem mér finnst háalvarlegt að börn séu jafnvel í höndum ofbeldismanns. Nú vil ég beina þeirri spurningu til allra þeirra sem komu að þessu máli/mannréttindabroti á þessum börnum. Þessa þrjá herramenn, Braga, forstjóra Barnastofu, sýslumenn í Kópavogi og Höfn, Barnavernd Kópavogs. (Kannski er einhver úr minni sveit)
Ef rökstuddur grunur leikur á að barn/börn séu beitt andlegu/líkamlegu/kynferðislegu ofbeldi, er ekki skylda ykkar að rannsaka gaumgæfilega hvort svo sé og þá aðstoða þau börn sem við slíkt búa að komast í öruggt umhverfi? Og eiga börn ekki að njóta vafans? Svör óskast.
Að lokum (í bili) Fólk hefur komið að máli við mig og spurt mig afhverju ég sé að skipta mér af forræðisdeilu. Og með réttu, ég er ekki að því. En ég skipti mér af því ef ég tel að lítil börn eigi bágt og séu beitt ofbeldi. Ég er ekki að hugsa um rétt foreldranna heldur barnanna. Og því hef ég gert mál dætra Hjördísar að mínu. Hvar eru stelpurnar? Faðirinn hefur nú víst flutt í aðra kommúnu í Danmörku með þær sem ekki er óalgengt hjá þeim sem hafa eitthvað að fela.
Við yfirlestur dómsins sem felur þessum manni yfirráð yfir börnunum er ekki annað að sjá en að hann falli á þann veg vegna:
1. Íslensk stjórnvöld sendu börnin til Danmerkur
2. Faðirinn heldur fram að aðeins ef hann fái forræðið muni börnin njóta beggja foreldra. Hann hefur nú haft börnin frá 1. júlí og gætir þess vandlega að börnin fái ekki að hitta móður sína.
3. Að móðirin hafi farið með börnin til Íslands og hann hafi ekki vitað hvar þær voru og þess vegna ekki haft samband við þær. Þessu er kannski hægt að halda fram í Danmörku, en allir sem þekkja til á Íslandi vita betur. Hann hafði búið á Höfn sjálfur og vissi að enginn vandi var að hafa upp á þeim ef áhugi var fyrir hendi.
4. Ofbeldi gagnvart börnunum var ekki kannað hvorki á Íslandi né Danmörku, þrátt fyrir skýrslur og myndir þar um.
Eru þetta viðunandi vinnubrögð?
Arndís Hauksdóttur
Sóknarprestur hjá Norsku kirkjunni
28.10.2009 | 10:39
Afskriftir vegna Jóns Ásgeirs og félaga.. rétt að byrja.
30.9.2009 | 14:56
Nýtt Ísland, held að það sé engin von um það. Nema Ögmundur
Sá í fréttum að litli bjöggabófinn er að fara setja upp fyrirtæki í fyrrum herstöð í Keflavík. Og viti menn, ríkisstjórnin ætlar í viðskipti við hann. Það á sem sagt að halda áfram að leyfa honum að svindla og svína á þessu landi.
Og hver var svo næsta bófafrétt? Jú, að Pálmi í Fons sem keypti af sjálfum sér og seldi sér flugfélag nokkrum sinnum fær að halda því. Svei svei.
Eini ráðherrann sem ekki hefur snúist 180 gráður við að komast í ríkisstjórn er genginn úr henni.
Ekki mikil von fyrir þetta land.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.9.2009 kl. 08:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.8.2009 | 13:18
Hreiðar Már segir...bla bla bla
Alveg er það merkilegt þegar fjölmiðlar eru að vitna í þessa angurgapa og þar að auki á forsíðu. Er þetta í alvöru eða er verið að gera grín að þeim? (smb. fréttablaðið í dag).
Ég bara þoli ekki þegar þessir gangsterar eru að koma fram með einhvern stórasannleik um sviðna jörð hér eftir þá sjálfa. Sjá þeir ekki nokkurn skapaðan hlut hvað þeir eru búnir að gera af sér?
Meira að segja þó að þeir álpist til að tjá sig um eitthvað sem maður/kona er jafnvel sammála fer maður/kona að efast um réttmæti þess af því að þessir aular sem eru búnir að kollsteypa hér öllu til helvítis eru að tjá sig um málefnið.
Ef þeir sjá ekki sóma sinn í að halda sér til hlés, (sóma????) þá fer ég fram á að fjölmiðlafólk sé ekki að vitna í þá.
Það er eins og rauð dula framan í fólk!!!!!!!!
Þetta er nóg til þess að ég verð reið í allan dag.
16.8.2009 | 19:57
Er Steingrímur J. að segja frá því sem koma skal? Afsakið, og allt skal verða gleymt
6.8.2009 | 15:08
Á, alveg óvænt, rauða málningu afgangs ef einhver getur notað hana.
Sást skvetta málningu á húsið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.8.2009 | 12:33
Aumimgja Sigmundur. Sveltur hann kannski?
Það er slæmt að það skuli vera lokað hjá hjálparstofnunum. Hvert leitar aumingja Sigmundur með sín 33. þúsund á mánuði. Hann hefur meira að segja minna en strípaðir öryrkjar og ellilífeyrisþegar sem lifa ekki heldur skrimta. Reyndar lítur hann ekki út fyrir að svelta, með undirhöku og alles.
Í alvöru talað eru menn sem ekki borga til samfélagsins ekki kallaðir sníkjudýr???
2.8.2009 | 20:09
Finnur fjármálamógúll sveittur í sjónvarpinu.
Um bloggið
Arndís Ósk Hauksdóttir
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar